• Home
  • Directing
    • Þetta er gjöf
    • Timonopoly
    • Twelfth Night
    • The Beatles Were a Boyband
    • ChildMinder
    • Variant
    • Sandcastles
    • Red Alert Cancer!
    • hang
    • Me and My Sister Tell Each Other Everything
    • Maryland
    • Happy Ark Day :)
    • (Can This Be) Home
    • Hamlet (an experience)
    • Richard III (a one-person show)
    • Knots
    • The Maids
    • We Got Now
    • The House That Melts With The Rain
    • Creepie Stool
    • The Bruce in Ireland
    • Bitter Sweet
    • Shakespeare in Hell
    • Titus Andronicus
    • The Lion, The Witch and The Wardrobe
    • Notes on Some Persons, Starting to Crack
    • Coriolanus
    • King Lear
    • Það dansar enginn við sjálfan sig / Nobody Dances with Themselves
    • Mávurinn / The Seagull
    • Kjöt / Meat
    • Script in hand
  • Writing
    • This Is a Gift
    • Deliverance
    • Two People, Alone
    • Kit Kat
    • (Can This Be) Home
  • CV
  • Blog
  • Contact
  Kolbrunbjort.com

Insights from
the rehearsal room

Mýtan um stéttleysi Íslendinga

10/10/2025

0 Comments

 
Ég vissi ekki að þetta væri rétttrúnaður. Enn, 2025. Að á Íslandi væri bara ein stétt. Stéttlaust samfélag! Fyrirgefið, ég fékk ekki þá orðsendingu…

Segið öryrkjunum í Vogunum það. Segið mömmunum á Bland sem vonast eftir að finna ódýra iphone-a og 66° Norður úlpur til að börnin þeirra lendi ekki í einelti það. Segið þessum þúsundum innflytjenda sem ganga í störfin sem þið viljið ekki það. Gamalmennunum sem spara sér innkaupin til að eiga fyrir símreikningnum það. Unglingunum sem komast ekki á tónleikana. Feðrunum sem sofa ekki. Listunnendunum úti á landi sem eiga ekki fyrir að flytja í bæinn til að stunda nám.

Vandinn er að þið eruð stanslaust að segja þeim það. Að upplifanir þeirra séu uppspuni. Og það er bjarnargreiði. Það er þöggun. Því þarf að linna. Og þess vegna skrifa ég þennan póst.

Hafandi alist upp í Reykjavík í aðdraganda hruns er erfitt fyrir mig að sjá ekki gullæðisglampann í augum þjóðarinnar sem var þá og glittir í á ný (nema núna er verið að selja landið sjálft). Hvers vegna þrá svona margir að verða ríkir ef við sitjum öll við sama borð? Ef Ísland er útópía þar sem allir hafa það jafn gott afhverju spyrja mig allir hvað ég hafi fengið borgað fyrir verkið?

Millistéttin, sem er vissulega líka til, borgaði hrun-brúsann en heilaþvoði sjálfa sig greinilega að hún væri alveg eins og yfirstéttin sem fór með allt í gönur. Að húsnæðislán væri jafnvígt braski með lífeyri og yfirdráttur svipaður skúffufyrirtæki. Bara svo ekki kæmi upp úr krafsinu misskiptingin. Og fyrst hún var búin að stroka sjálfa sig út lá beint við að lágstéttirnar fykju líka. Mikið djöfull er markaðsdeild kapitalismans mögnuð. Þetta er næstum jafn gott og þetta með jafnræðið á Íslandi og hvað það sé lítil mengun.

Nú tönnlast menningarelítan á þessu og notar til að gjaldfella verkið mitt - getur ekki gerst á Íslandi - hér eru engar stéttir! (Og hvað? Enginn blankur? Enginn á yfirdrætti? Engar skuldir? Ha? Eða er það af því að mitt blanka fólk er vel mælt, menntað, ekki alkahólistar eða vandræðagemsar? Fer það í taugarnar á ykkur að sjá fólk sem á minna vera klárt? Eða að gesturinn standi upp í boðinu og dirfist gagnrýna gestgjafan?) 

En það er náttúrulega eitt augljóst vandamál að gera list um fólk í kröggum. Það er svo dýrt að fara í leikhús að það er bara stéttin fyrir ofan þá á sviðinu sem getur mætt. Og galar svo: þetta erum ekki við! Enda vön að sjá bara sjálfa sig.
​

Ég sem hélt að í leikhúsi fengjum við að setja okkur í spor annarra, ekki bara staðfesta það sem við héldum okkur vita (til þess eru samfélagsmiðlar). Ég sem hélt að listin ætti að halda spegli að samfélaginu…
​

Elsku fólk. Þótt þið hafið ekki liðið skort sjálf þýðir það ekki að enginn annar hafi gert það (og já sumir fátæklingar líta út og tala eins og þið. Sumir eru meira að segja ljóðrænir!). En ef þú hefur ekki farið í skólann með eina teskeið af hunangi í maganum sem á að endast til hádegis, falið þig fyrir innheimtufólki eða fengið fötin þín frá ættmennum þá skaltu láta það eiga sig að segja mér hvort fólk líði fátækt í Reykjavík eða ekki. 

Virðingafyllst,
Kolbrún
0 Comments



Leave a Reply.

    What's this blog for?

    Insights and opinions. Views completely and utterly my own and not those of my collaborators or companies I have worked for.

    ​The bulk I wrote whilst being an FST bursary assistant director to Zinnie Harris on A Number by Caryl Churchill at the Royal Lyceum Theatre, part of the Edinburgh International Science Festival and whilst being a JMK assistant director to Gareth Nicholls on Ulster American by David Ireland at the Traverse Theatre.

    Archives

    October 2025
    December 2021
    January 2019
    April 2017
    March 2017

    Categories

    All

    RSS Feed

  • Home
  • Directing
    • Þetta er gjöf
    • Timonopoly
    • Twelfth Night
    • The Beatles Were a Boyband
    • ChildMinder
    • Variant
    • Sandcastles
    • Red Alert Cancer!
    • hang
    • Me and My Sister Tell Each Other Everything
    • Maryland
    • Happy Ark Day :)
    • (Can This Be) Home
    • Hamlet (an experience)
    • Richard III (a one-person show)
    • Knots
    • The Maids
    • We Got Now
    • The House That Melts With The Rain
    • Creepie Stool
    • The Bruce in Ireland
    • Bitter Sweet
    • Shakespeare in Hell
    • Titus Andronicus
    • The Lion, The Witch and The Wardrobe
    • Notes on Some Persons, Starting to Crack
    • Coriolanus
    • King Lear
    • Það dansar enginn við sjálfan sig / Nobody Dances with Themselves
    • Mávurinn / The Seagull
    • Kjöt / Meat
    • Script in hand
  • Writing
    • This Is a Gift
    • Deliverance
    • Two People, Alone
    • Kit Kat
    • (Can This Be) Home
  • CV
  • Blog
  • Contact