Ef þú gætir fengið eina ósk uppfyllta, hvers myndirðu óska þér?
Sóley kemur heim af djamminu um sumarnótt og finnur ókunnugan mann liggjandi meðvitundarlausan við útidyrnar. Hún og faðir hennar ákveða að skjóta skjólshúsi yfir manninn en ekki getur þau órað fyrir afleiðingunum.
Annar maður skýtur upp kollinum, vill þakka feðginunum fyrir hjálpsemina og býður föður Sóleyjar að óska sér einhvers. Hann lofar því að óskin muni rætast, hver sem hún er. Faðirinn eygir loksins von um að geta komið sér upp úr skuldasúpunni. En ekki er allt gull sem glóir.
Leikritið Þetta er gjöf vísar í goðsöguna um Mídas, en hún birtist okkur hér í reykvískum veruleika.
Sóley kemur heim af djamminu um sumarnótt og finnur ókunnugan mann liggjandi meðvitundarlausan við útidyrnar. Hún og faðir hennar ákveða að skjóta skjólshúsi yfir manninn en ekki getur þau órað fyrir afleiðingunum.
Annar maður skýtur upp kollinum, vill þakka feðginunum fyrir hjálpsemina og býður föður Sóleyjar að óska sér einhvers. Hann lofar því að óskin muni rætast, hver sem hún er. Faðirinn eygir loksins von um að geta komið sér upp úr skuldasúpunni. En ekki er allt gull sem glóir.
Leikritið Þetta er gjöf vísar í goðsöguna um Mídas, en hún birtist okkur hér í reykvískum veruleika.